An improved map of Iceland

Emanuel Bowen verður ekki talinn frumlegur kortagerðarmaður, þetta kort af Íslandi er að miklu leyti eftirmynd af landinu eins og það kemur fyrir á kortum Hermans Moll sem aftur á móti sótti hugmyndir sínar til Joris Carolusar. Örnefni eru flest hin sömu, aðeins þrjú falla út. Hér er því ekki um að ræða endurbætt kort af Íslandi eins og segir í titli. Á sama blaði og Íslandskortið eru þrjú önnur kort, af Grænlandi, Færeyjum og hringiðu í hafinu.

Nánar

Höfundur: Emanuel Bowen
Útgáfuland: Bretland
Útgáfuár: 1744-1747

Útgáfa 1
Útgáfuár: 1750
Stærð: 9×14 sm
Útgáfa 2
Útgáfuár: 1750
Stærð: 9×14 sm
Útgáfa 3
Útgáfuár: 1750
Stærð: 9×14 sm
Útgáfa 4
Útgáfuár: 1750
Stærð: 9×14 sm
Útgáfa 5
Útgáfuár: 1750
Stærð: 9×14 sm