Septentrionalivm regionvm descrip[tio]

Gerhard Mercator og Abraham Ortelius voru fremstu kortagerðarmenn síns tíma. Þeir voru vinir langa ævi og er jafnvel talið að sá fyrrnefndi hafi stutt hinn síðarnefnda við kortaöflun og kortagerð. Það er því ekki skrítið að fyrstu útgáfu kortasafns Orteliusar, Theatrum orbis terrarum, frá 1570 skyldi fylgja allnákvæm eftirmynd af Norðurlandahluta heimskorts Mercators frá árinu áður. Ísland (Islant, Thule) á kortinu er í aðalatriðum óbreytt frá Evrópukorti Mercators frá árinu 1554. Lögun landsins á uppruna sinn að rekja til Zeno-kortsins þó að Mercator látist ekki ginnast af öllum fölsunum þess. Grænland er skilið frá Evrópu með breiðu hafi og eyjarnar sjö við norðausturland eru horfnar enda voru á þessum tíma komnar út í Hollandi siglingaleiðsagnir um allar strendur landsins þar sem eyjanna var í engu getið.

Nánar

Höfundur: Abraham Ortelius
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1570

Útgáfa 1
Útgáfustaður: Antwerpen
Útgáfuár: 1570
Stærð: 36×48 sm
Útgáfa 2
Tungumál: Latína
Útgáfustaður: Antwerpen
Útgáfuár: 1570
Stærð: 36×48 sm
Útgáfa 3
Tungumál: Franska
Útgáfustaður: Antwerpen
Útgáfuár: 1570
Stærð: 36×48 sm