M. Frobichers scheeps togt, gedaan om de Noord, ter ontdekking van een straat na Cataya en China

Kortið sýnir farleið enska sægarpans Martins Frobishers er hann var að reyna að finna norðurleið til Kína. Ísland er aðeins lítill hluti af kortinu og heldur snautlegt. Örnefni eru fá en athyglisvert er að Íslandi eru gefin tvö nöfn, Yslandia og Frisland. Frísland hafði löngum verið á kortum sem heiti á eyju fyrir sunnan Ísland en nú er búið að flytja nafn hennar á Ísland enda töldu sumir hana tvífara landsins.
Kortið birtist fyrst í miklu safn ferðasagna víða að um heim sem Pieter van der Aa gaf út í byrjun 18. aldarinnar.

Nánar

Höfundur: Pieter van der Aa
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1706-1714

Útgáfa 1
Útgáfustaður: Leyden
Útgáfuár: 1706
Stærð: 15×23 sm
Útgáfa 2
Útgáfustaður: Leyden
Útgáfuár: 1706
Stærð: 15×23 sm
Útgáfa 3
Útgáfustaður: Leyden
Útgáfuár: 1714
Stærð: 16×22,5 sm