Wassende Graade Kaart van de Noord Oceaan Van Terra Nova en de Straat Davids en Hudsons tot Hidland en de Westkust van Schotland en Engeland en Bretagne begrypende ook Yrland en Ysland

Van Keulen fyrirtækið var það afkastamesta í sögu hollenskrar sjókortagerðar. Það var sett á stofn af Johannesi van Keulen undir lok 17. aldar og hélst í höndum ættarinnar til ársins 1823. Talið er að það hafi gefið út ekki færri en 135 bindi sjókorta með nálægt 600 mismunandi kortum og kemur Ísland fyrir á nokkrum þeirra.
Kortasöfn Van Keulens voru gefin úr í tveimur mismunandi gerðum með sitthvoru heitinu. Þetta kort er úr útgáfu á De Groote Nieuwe Vermeerderde Zee Atlas ofte Water-werelt frá árinu 1694. Íslandsgerð þess er svipuð og var á mörgum hollenskum sjókortum á 17. og 18. öld. Landið er mjög stórskorið og Vestfirðir eru klofnir í tvo skaga sem vísa norður og vestur.

Nánar

Höfundur: Johannes van Keulen
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1694

Útgáfa 1
Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1694
Stærð: 52,7×59,6 sm
Útgáfa 2
Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1694
Stærð: 52,7×59,6 sm