Les Royaumes de Suede et de Norwege

Um miðja 18. öld var Robert de Vaugondy í hópi þekktustu landfræðinga Frakka. Merkast af kortasöfnum hans er Atlas Universel þar sem er m. a. að finna þetta kort. Ísland (16,5×19 sm) er íauki á stóru korti af Skandinavíu. Landið er minnkuð eftirmynd af sérkorti Nicolas Sansons en Vaugondy var skyldur Sansonunum og hafði eignast nokkur af kortamótum þeirra.

Nánar

Höfundur: Robert de Vaugondy
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1756

Útgáfa 1
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1756
Stærð: 48×57 sm
Útgáfa 2
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1756
Stærð: 48×57 sm