Eftir lát Pieters Goos komust myndamótin af sjókortum hans í eigu Jacobusar Robijns. Hann gaf þau út út í nokkrum sinnum, stundum með breyttum heitum og undir eigin nafni, í kortasafni sínu, Zee-Atlas. Þegar fram liðu stundir jók hann það eftirmyndum af kortum Van Keulen-ættarinnar. Þetta kort er eitt af þeim enda er Íslandsgerð þess svipuð og á mörgum kortum Van Keulen-fyrirtækisins.