Carte d'Europe

Myndamótin að kortum Guillaume de l'Isle komust að honum látnum í hendur tengdasonar hans Philippe Buache. Hann hélt útgáfu þeirra áfram og eftir hans dag tók J. A. Dezauche við útgáfunni og fleytti henni fram yfir aldamótin. Árið 1780 fékk Dezauche konunglegt leyfi til útgáfu á Evrópukorti eftir De l'Isle. Ísland er af svipaðri gerð og hjá Covens et Mortier en í stærri mælikvarða. Nöfn eru öll hin sömu.

Nánar

Höfundur: Jean-Claude Dezauche
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1780

Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1780
Stærð: 50×61 sm