Carte réduite des côtes septentrionales d'Islande depuis l'Ile Malmey jusqu'au Cap Langanæs

Á 19. öld stunduðu Frakkar miklar þilskipaveiðar við Ísland. Þeim var því óhjákvæmilegt að hafa í höndum kort af ströndinni og hafinu umhverfis landið. Þegar afrakstur mælinganna hér á landi í byrjun aldarinnar kom út sem safn strandkorta brugðu þeir skjótt við og gerðu eftirmyndir þeirra. Þær komu síðan út á árunum 1822-1836.
Kortin eru í sama mælikvarða og frumútgáfan eða 1:250.000. Ströndin er allnákvæm eftirmynd og örnefni komast flest til skila. Nokkrar breyttar dýptartölur benda til staðkynna franskra fiskimanna. Frönsku eftirmyndirnar voru ætlaðar sjómönnum einum og er flestu sleppt sem ekki kom þeim að beinum notum. Eru því allar skreytingar og myndir úr íslenskri náttúru og mannlífi horfnar.

Nánar

Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1823

Útgáfuár: 1823
Stærð: 59,5×95,5 sm