Kortasafn Mercators var bók í stóru broti og ekki handhæg í notkun. Jodocus Hondius brást við þessu með því að gefa hana út í minna broti undir nafninu Atlas minor 1607. Fordæmi voru fyrir slíkum smækkuðum útgáfum, það sama hafði verið gert við kortabók Orteliusar og fleiri bækur. Í litla brotinu er kortið stórlega minnkað og nöfnum fækkað.