Kortadeild Bandaríkjahers (AMS C762)

Kortadeild Bandaríkjahers (Army Map Service) tók loftmyndir af öllu landinu á árunum 1945-1946 og gaf út kort eftir þeim 1948-1951. Þessi kort eru kölluð AMS kortin. Mikið af örnefnum og öðrum upplýsingum voru tekin af Atlasblöðunum en íslenskum stöfum breytt til að auðveldara væri fyrir bandaríska hermenn að nota kortin.
Alls voru gefin út 297 AMS kort en þau voru ekki uppfærð síðar meir. Lengi vel voru hæðarupplýsingar á þessum kortum þær bestu sem Landmælingar Íslands gátu stuðst við.

Nánar

Útgáfuland: Bandaríkin
Útgáfuár: 1948-1949

Kortahlutar