Íslandsgerð kortanna sem sýnd eru hér er örlítið frábrugðin en rótin er sú sama, þ. e. Verdun de la Crenne. Annað kortið er með ártalinu 1807 og er úr A General View of the World eftir Ezekiel Blomfield. Hitt er úr Elements of Geography and of Natural and Civil History eftir John Walker. Kort af svipuðum toga birtust í mörgum landfræðiritum á þessum tíma.