Luffman var kortagerðarmaður, útgefandi og gullsmiður í London. Ártalið 1813 er prentað á kortið sem er gert eftir einhverju af Knoffs-kortunum, líklegast uppdrætti Jóns Eiríkssonar og Gerhards Schønings úr Ferðabók Eggerts og Bjarna.