Íslenska

Útgáfa

Útgáfustaður:
London
Útgáfuár:
1732
Stærð:
19,7×27 sm
Skoða: Mynd 1
  1. Sækja PDF skjal: Mynd 1
    PDF skjal (244.6 KB)
  2. Sækja PDF skjal: Mynd 1
    Hágæða PDF (1.1 MB)
  3. Sækja PDF skjal: Mynd 1
    JPG mynd (1.1 MB)
 

[N-Atlantshaf]

Höfundur:
John Gatonbe
Útgáfuland:
England
Útgáfuár:
1732
 

Talið er að John Gatonbe hafi verið með í síðasta Grænlandsleiðangri James Hall árið 1612 og er kortið venjulega talið frá því ári. Ekki er þó útilokað að það hafi verið gert eitthvað seinna en að undirstaðan sé kort Halls eða önnur gögn frá honum. Kortið var fyrst prentað 1732 af J. Churchill í A Collection of Voyages and Travels IV.
Ísland er gert af talsverðu handahófi. Vestfirðir eru meiri um sig en skyldi og sama er að segja um Reykjanes en Snæfellsnes vantar. Athyglisverðasti hluti kortsins, ef vesturströnd Grænlands er skilin undan, er eyja nokkru vestar en í miðju hafi milli sunnanverðra Vestfjarða og Grænlands. Ef allt er með felldu mundu hér komnar Gunnbjarnarey(jar) og Gunnbjarnarsker með breyttum heitum.

 

 
 
 
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Þjóðarbókhlöðunni
Arngrímsgötu 3 - 107 Reykjavík
Sími: 525 5600
Fax: 525 5615
Netfang: landsbokasafn (hjá) landsbokasafn.is