Septentrionalium regionum descriptio

Kortasafn Abrahams Orteliusar var dýr bók í stóru broti og frekar óþjál í meðförum. Mönnum kom því snemma til hugar að gera bókina aðgengilegri almenningi með því að gera útdrætti úr textanum og minnka kortin. Þessa nýja gerð safnsins átti eftir að koma út á ýmsum tungumálum áður en yfir lauk. Hér sjáum við Norðurlandakort Orteliusar smækkað úr einni slíkri útgáfu. Ýmsu hefur orðið að fórna við þessa breytingu á stærð kortsins, eins og t. d. flestöllum örnefnum.

Nánar

Höfundur: Philip Galle
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1577

Útgáfa 1
Tungumál: Latína
Útgáfustaður: Antwerpen
Útgáfuár: 1577
Stærð: 7,8×10,8 sm
Útgáfa 2
Útgáfustaður: Antwerpen
Útgáfuár: 1577
Stærð: 7,8×10,8 sm