#

Íslandskort flokkuð eftir aldri og uppruna

Fyrstu Íslandsgerðir á kortum

Fyrstu Íslandsgerðir á kortum

Ísland er sýnt á nokkrum hinna meiri háttar miðaldakorta en það kemur fyrst fyrir á hinu svonefnda Engilsaxneska heimskorti frá um 1000. Merkasta Íslandsgerðin frá þessu tímabili birtist á Norðurlandakorti Olaus Magnus 1539.

Íslandskort Guðbrands biskups Þorlákssonar | 1590

Íslandskort Guðbrands biskups Þorlákssonar | 1590

Kort Guðbrands hefur ekki varðveist en útgáfur kortagerðarmannanna Orteliusar, Mercators og Carolusar af því urðu undirstaða langflestra Íslandskorta í meira en öld.

Ísland á sjókortum 17. og 18. aldar

Ísland á sjókortum 17. og 18. aldar

Lengi vel sinntu sjókortagerðarmenn Íslandi harla lítið en áhuginn óx við aukna sókn erlendra fiskimanna á Íslandsmið.

Knoffs-kortin | 1752

Knoffs-kortin | 1752

Norskir landmælingamenn voru sendir til landsins undir stjórn Th. H. H. Knoffs. Afrakstur mælinga þeirra rataði á kort sem birtust í bók Horrebows 1752 og í Nürnberg 1761. Kort þessi urðu fram á 19. öld fyrirmynd margra Íslandskorta.

Ný gerð Íslandskorta | 1776

Ný gerð Íslandskorta | 1776

Franska stjórnin gerði út mikinn vísindaleiðangur um norðanvert Atlantshaf undir forystu Verdun de la Crennes. Á korti í bók sem leiðangursmenn rituðu birtist ný Íslandsgerð. Kort af stofni Verdun de la Crennes og Knoffs toguðust löngum á og veitti hinum fyrrnefndu betur um hríð.

Strandmælingar fyrri 1776-1777

Strandmælingar fyrri 1776-1777

Hans Erik Minor, skipstjóri hjá Íslandsversluninni, var sendur til Íslands og átti að hefja sjómælingar. Hann kortlagði Faxaflóa að meðtöldu Reykjanesi og Snæfellsnesi. Á sama tíma mældi sjóliðsforinginn J. P. Wleugel frá Hornafirði norður til Borgarfjarðar á Austfjörðum.

Strandmælingar síðari 1801-1818

Strandmælingar síðari 1801-1818

Eftir Minor og Wleugel var hlé strandmælingum um sinn en í byrjun 19. aldar var hafist handa á nýjan leik og voru það aðallega norskir herforingjar sem unnu að verkinu. Kortin voru svo gefin út á vegum Poul de Løvenørns forstöðumanns Sjómælingastofnunarinnar dönsku.

Björn Gunnlaugsson. Mælingu Íslands lokið | 1844

Björn Gunnlaugsson. Mælingu Íslands lokið | 1844

Birni Gunnlaugssyni var falið að gera Íslandskort og vann hann að verkinu árin 1831-1843. Mæling og kortagerð Björns var mikið vísindalegt afrek. Í fyrsta skipti var fenginn sæmilegur uppdráttur af landinu öllu og varð hann undirstaða annarra kortagerðarmanna í meira en hálfa öld.

Kort Þorvalds Thoroddsen | 1900-1906

Kort Þorvalds Thoroddsen | 1900-1906

Þorvaldur Thoroddsen ferðaðist um næstum allt landið á árunum 1882-1898. Árið 1900 birti Þorvaldur nýtt heildarkort af landinu á tveimur blöðum þar sem hann dregur saman lagfæringar sínar og viðauka og fellir að korti Björns Gunnlaugssonar. Ári síðar kom út jarðfræðiuppdráttur hans.

Morten Hansen og Daniel Bruun

Morten Hansen og Daniel Bruun

Hansen og Bruun gáfu út sérkort af landinu um og eftir aldamótin 1900.

20. aldar kort

20. aldar kort

Í byrjun aldarinnar voru sendir til Íslands liðsforingjar frá Landmælingadeild danska herforingjaráðsins á vegum stjórnvalda í Danmörku. Árangurinn af landmælingum þeirra var 117 kortblöð af þriðjungi landsins, suður- og vesturhluta. Á árunum 1919 og 1920 hófust dönsku landmælingamennirnir aftur handa og síðar varð sú breyting að Landmælingastofnun Dana tók við verkinu úr höndum hersins og árið 1944 lauk hún við að prenta samfellt kort af öllu landinu á 87 blöðum. Kortadeild Bandaríkjahers (Army Map Service) tók loftmyndir af öllu landinu á árunum 1945-1946 og gaf út kort byggt á þeim á 297 blöðum. Mikið af örnefnum og öðrum upplýsingum voru tekin af dönsku kortunum.

Kort af Reykjavík og nágrenni

Kort af Reykjavík og nágrenni

Nokkur kort af Reykjavík frá 18. öld fram til aldamótanna 1900.

Ýmis kort

Ýmis kort

Kort sem falla ekki undir hina flokkana.