Iceland

Kortið birtist fyrst árið 1840 í bókinni An Historical and Descriptive Account of Iceland, Greenland, and the Faroe Islands eftir James Nicol. Á titilsíðu hennar segir að það sé eftir Wright en ekki er vitað meira um hann. Hann hefur þó greinilega komist í kynni við kort byggð á mælingunum hér við land í byrjun aldarinnar því strandlengjan er nokkurn veginn rétt. Þegar dregur inn til landsins er heldur eyðilegt um að litast enda kortið lítið og erfitt að koma miklu efni fyrir á því.

Nánar

Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1840

Útgáfustaður: Edinborg
Útgáfuár: 1840
Stærð: 14,6×20,6 sm