Zusammengezogene Karte des Nordmeeres = Carte reduite de la mer du nord

Bellin vann mestan hluta ævi sinnar að sjókortagerð á vegum frönsku flotamálastjórnarinnar. Hann gerði einnig uppdrætti fyrir ýmis landfræðirit.
Á kortinu gætir töluverðra áhrifa frá Knoffs-gerð þótt í heildinni verði það fremur rakið til eldri hátta. Það birtist fyrst í frásögn Kerguélen-Trémarecs af leiðangrum hans um norðanvert Atlantshaf 1767 og 1768. Eftirmyndir kortsins birtust víða, m. a. árið 1774 í safni ferðasagna, Allgemeine Historie der Reisen zu Wasser und zu Lande, sem átti upphaf sitt af rekja til Prévosts.

Nánar

Höfundur: Jacques Nicolas Bellin
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1774

Útgáfustaður: Leipzig
Útgáfuár: 1774
Stærð: 22,2×36,2 sm