Carte réduite de partie de la Mer du Nord, comprise entre l'Ecosse, le Dannemark, la Norwege et l'Islande

Bellin vann mestan hluta ævi sinnar að sjókortagerð á vegum frönsku flotamálastjórnarinnar. Hann gerði einnig uppdrætti fyrir ýmis landfræðirit.
Ísland er að uppistöðu gert eftir hollenskri fyrirmynd með nokkru ívafi frá korti Knoffs, t. a. m. suðurströndin og Reykjanes. Kortið nær aðeins norður á 66. breiddargráðu svo að nyrstu skagar Norðurlands sníðast af. Örnefni eru sárafá og blendingur franskra og hollenskra heita.

Nánar

Höfundur: Jacques Nicolas Bellin
Útgáfuland: Óþekkt land
Útgáfuár: 1768

Útgáfa 1
Útgáfuár: 1768
Stærð: 55,8×85,5 sm
Útgáfa 2
Útgáfuár: 1768
Stærð: 55,8×85,5 sm