Carte du Nord Est & du Nord West du Pole

Kortið er úr franskri útgáfu á bók Isaac de la Peyrère um Grænland. Þrátt fyrir franskt heiti er annað lesmál að mestu leyti á ensku. Ísland er ágætlega gert og athygli vekur að á það eru komin bæði furðunöfn korts Pierre Duvals: Papei og Sneland. Það gæti bent til skyldleika við kort Duvals en það birtist fyrst 1663 í bók La Peyrère um Ísland.

Nánar

Höfundur: Isaac de la Peyrére
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1715

Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1715
Stærð: 33x57,3 sm