Les deux Poles Arctique ou Septentrional et Antarctique ou Meridional

Nicolas Sanson de Abbeville, eins og hann hét fullu nafni, lagði grunninn að blómaskeiði franskrar kortagerðar á síðari hluta 17. aldar. Kort Sansons sjálfs þykja í rauninni ekkert afbragð og það var ekki fyrr en í höndum arftaka hans að þau tóku þeim breytingum sem leiddu franska kortagerð til öndvegis.
Á þessu korti Sansons af heimskautasvæðunum báðum er ýmsu bylt til hvað Ísland varðar frá fyrri kortum hans. Landið er mjög af annarri gerð og lítið vogskorið. Ekki fer heldur mikið fyrir Vestfjörðum og flóar og firðir norðanlands skerast skammt inn í ströndina. Aðeins sex örnefni eru tekin upp.

Nánar

Höfundur: Nicolas Sanson
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1657

Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1657
Stærð: 38,5×53 sm