Regiones svb Polo Arctico

Pólkort sem birtist fyrst í viðaukabindi við kortasafn Blaeus, Atlantis appendix. Kortið er í stereografísku ofanvarpi og Ísland af þeirri gerð sem hefur verið rakin til Guðbrands biskups Þorlákssonar. Örnefni eru átta.

Nánar

Höfundur: Willem Janszoon Blaeu
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1640

Útgáfa 1
Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1640
Stærð: 40,6×52,4 sm
Útgáfa 2
Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1640
Stærð: 40,6×52,4 sm