Islandia

Af Íslandskorti Guðbrands Þorlákssonar biskups í gerð Abrahams Orteliusar er til óársett eftirmynd. Kortið, sem er prentað eftir nýju myndamóti, er örlítið minna en frumgerðin og líkt henni að flestu leyti. Ófreskjurnar og fyrirbærin á hafinu eru öll á sínum stað en stafirnir A til Q sem mörkuðu þau eru horfnir enda fylgir kortinu enginn skýringartexti. Einnig er horfin tileinkun Vedels til Friðriks II í neðra horninu hægra megin og staðinn komin stutt frásögn af landinu.
Höfundur þessarar eftirmyndar var löngum ókunnur og voru ýmsir nefndir til sögunnar. Nú er talið að hann hafi verið franskur landfræðingur að nafni Jean Boisseau og að kortið sé úr ritinu Theatre Geographique du Royaume de France.

Nánar

Höfundur: Jean Boisseau
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1648

Útgáfa 1
Útgáfuár: 1648
Stærð: 33×47,5 sm
Útgáfa 2
Útgáfuár: 1648
Stærð: 33×47,5 sm
Útgáfa 3
Útgáfuár: 1648
Stærð: 33×47,5 sm